Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 238 svör fundust

Jöklar og ís í Melaskóla

Ótal spurningar um jökla og loftslagsmál brunnu á nemendum í sjöunda árgangi Melaskóla sem fengu í morgun heimsókn frá Helga Björnssyni, prófessor emeritus í jöklafræði við Háskóla Íslands, í tilefni af degi íslenskrar náttúru. Helgi var að senda frá sér barnabók um þessi efni sem unnin er í samstarfi við Vísindav...

Nánar

Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?

Faðirvorið er á tveim stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Matteusarguðspjalli, 6. kapítula, versum 9 – 13, og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapítula, versum 2 – 4. Það er nokkur munur á bænunum en það er útgáfan í Matteusarguðspjallli sem hefur verið bæn kristinna manna frá ómunatíð. Samkvæmt laga...

Nánar

Getið þið sagt mér frá uppbyggingu grískra leikhúsa til forna?

Grísk leikhús voru öll undir berum himni. Sviðið (orkestra) var hringlaga flötur þar sem altari Díonýsosar (þymele) stóð gjarnan. Engin leiktjöld voru fyrir sviðinu. Aðgangur að sviðinu (parodos) var á hliðum þess og þar gátu leikarar og kórinn farið inn og út af sviðinu. Fyrir aftan sviðið var annað rétthyrningsl...

Nánar

Háskólalestin til Bolungarvíkur laugardaginn 13. ágúst!

Háskólalestin heldur nú áfram ferð sinni um landið en nú er komið að Bolungarvík! Þar verður lestin laugardaginn 13. ágúst með sannkallaða vísindaveislu. Sem fyrr verður ýmislegt á boðstólnum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fer fram á milli kl. 12 og 16 í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Sprengjugengið lan...

Nánar

Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?

Já, maður getur orðið brúnn og jafnvel brunnið af því að vera úti í skýjuðu veðri. Ský draga úr geislun útfjólublárra geisla en hluti þeirra berst í gegnum andrúmsloftið til jarðar þrátt fyrir skýin. Það tekur því lengri tíma að verða brúnn í skýjuðu veðri en á endanum getur það orðið. Menn geta vel orðið sólb...

Nánar

Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?

Spurningin „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ er flóknari en virðist fljótt á litið. Hvað er til dæmis átt við með lönd? Eru það sjálfstæð þjóðríki/þjóðlönd eða landssvæði sem byggð eru ákveðnum þjóðum, þjóðarbrotum eða þjóðflokkum? Þá er líka torvelt að vita hvað átt er við með sögninni að búa? Er át...

Nánar

Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?

Orðið Lúsífer er upphaflega komið úr latínu og þýðir bókstaflega ljósberi. Orðið Kristófer er af sama tagi og vísar tll þess sem ber krossinn, en fer-endingin í nöfnunum er sótt til latnesku sagnarinnar fero sem merkir meðal annars að bera. Í rómverskri goðafræði var Lúsífer persónugervingur morgunstjörnunnar ...

Nánar

Hvað merkir að biðja í tungum?

Spurningin til Vísindavefsins var í fullri lengd þessi: Hvað merkir að biðja í tungum? Það er vitnað í svipað orðalag á nokkrum stöðum í Biblíunni. T.d. 1. Korintubréf 14:13-15 Líka Korintubréf 14:4. Fyrra Korintubréf, 14. kafli, vers 13–14 eru svona í nýjustu biblíuþýðingu: Biðji því sá, er talar tungum, ...

Nánar

Af hverju eru sum ský hvít en önnur grá?

Ský endurkasta hluta af því ljósi sem á þau fellur, ljósið kemur ýmist beint frá sólu eða er endurkast frá himni, jörð eða öðrum skýjum. Ský, sem sólarljósið skín á, virðast oftast hvít, en önnur virðast grá. Litir hlutar ráðast af bylgjulengd þess ljóss sem þeir endurkasta, rauðir hlutir endurkasta rauða hlut...

Nánar

Er einhver byggð á Baffinslandi?

Baffinsland liggur á milli meginlands Kanada og Grænlands. Baffinsland er stærsta eyja Kanada, 507.471 km2 að flatarmáli. Eyjan er nefnd eftir breska landkönnuðinum William Baffin (1584-1622) sem kannaði meðal annars hafsvæðið vestur af Grænlandi í leit að norðvesturleiðinni til Kyrrahafs. Nokkur lítil þorp o...

Nánar

Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni?

Þegar við erum á norðurhveli jarðar sýnist okkur öll himinhvelfingin snúast um möndul sem liggur um punkt á himinkúlunni sem við köllum norðurpól himins. Hann er alltaf í sömu stefnu miðað við athuganda sem heldur sig á sama stað á jörðinni. Hann er líka sem næst kyrr miðað við fastastjörnurnar en færist þó ofurhæ...

Nánar

Fleiri niðurstöður